Við höfum víðtæka reynslu af því að greina, hanna og smíða bæði lítil og stór hugbúnaðarkerfi, ásamt því að hanna og rýna arkítektúr mynstur. Brennandi áhugi okkar, þekking og drifkraftur skilar sér í betri hugbúnaði á styttri tíma. Ástríða okkar fyrir bættri hugbúnaðargerð nær ekki einungis til þess sem við vinnum, okkar markmið er alltaf að skilja við betri hugbúnaðargerð en við komum að.
Það getur sparað bæði mikið fé og tíma að fá reynslumikla utanaðkomandi aðila til þess að rýna viðskiptaferla, hönnun hugbúnaðar, arkítektúr mynstur og hugbúnaðargerðarferla. Við höfum reynslu af því að rýna þetta.
Það að fá drífandi reynslubolta inn í teymi skilar svo miklu meira í bæði afköstum teymisins og gæðum en hausatala segir til um. Ef reynsluboltinn ætlar líka að bæta heiminn verður teymið einnig betra þegar hann hverfur úr því.
Við höfum djúpa þekkingu á hönnun og útfærslu mið- og gagnalaga, bæði færslugrunna og vöruhúsa. Þjónustu - og atburðadrifinn arkítektúr er okkar heimavöllur og bestun afkasta fær okkur til að gleyma hvað klukkan er.
Grímur Tómasson - Ráðgjafi | Framkvæmdastjóri
Helga Hrönn Jónasdóttir - Ráðgjafi | Skrifstofustjóri